Concerned Women for America

Merki CWA.

Concerned Women for America, skammstafað CWA, er íhaldssamt kristið félag í Bandaríkjunum, best þekkt fyrir andstöðu sína gegn fóstureyðingum og samkynhneigð.

Félagið var stofnað í San Diego, Kaliforníu árið 1979 af Beverly LaHaye. Það gefur ekki uppi meðlimafjölda en mat aðila utan félagsins er að hann telji eitthvað á bilinu 250.000 og 750.000 meðlimi, eftir því hvernig þátttaka er skilgreind. Frá og með 2006, var dreifingu ókeypis fréttabréfs þeirra, Family Voice, áætlað að vera um 200.000 eintök.

Félagið skilgreinir sig sem kvennasamtök þótt þrír af hverjum fimm er gegna stjórnunarstöðu innan félagsins séu karlmenn.[1] Sem þrýstihópur eyðir það talsverðu fé til að vinna sýnum málstað brautargengis og sem dæmi varði félagið 206.924 milljónum dollara í hagsmunagæslu árið 2011 samkvæmt Center for Responsive Politics [2]

  1. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. október 2012. Sótt 31. október 2012.
  2. „Concerned Women for America“ í FactCheck.org. Skoðað 23. september 2012

© MMXXIII Rich X Search. We shall prevail. All rights reserved. Rich X Search